Katarína

  • 21.900 kr


Katarínu er einungis hægt að fá í sérpöntunum.
Hún er saumuð sama úr 10 bútum auk glansefnis sem notað er í ermar og kraga.
Þú velur þér 5 liti í peysuna þína sem notaðir eru til að lita hana með.

3 af litunum eru notaðir í svokallaða litun í lögum þar sem 2 bútar eru settir í bala og hverjum lit fyrir sig hellt yfir hvert lag og svo koll af kolli þar til bútarnir telja 6.

1 litur er settur í pokalitun með tveimur bútum

Síðustu tveir litirnir eru krumpaðir saman ofan í dollu og helt litnum yfir.

útkoman er alltaf mjög skemmtileg og kemur vel út...

Ef þú veist ekki hvað þú vilt þá mæli ég með þessari hún er smá óvissuferð, svipuð mér veit oftast ekki alveg hvert ég er að fara eða hvert ég stefni en enda oftast á góðum stað og því er hún nefnd eftir mér sjálfri ;)

Engar tvær peysur eru eins!

*** Athugið þessi vara er sérhönnun  ***

Þessar upplýsingar væri gott að fá, hægt að setja í "Special instructions for seller" dálkinn í körfunni eða senda mér á emaili sifhannar@gmail.com

hvaða 5 liti þú vilt hafa í peysunni þinni og hver þeirra er þinn aðallitur ;)


Mæli líka með