Dagatöl 2025

Helvítis Fokking Fokk Dagatalið hefur að geyma 12 nýja hátíðistdaga hægt er að fá dagatal úr frumprentum (er með smávægilega hnökra sem þarf að lagfæra) einnig er hægt að panta í forpöntun fyrir næstu prentun tekið verður við pöntunum til 2. desember. Afhending á dagatölum úr forpöntun yrði um 10 desemember ca.

Hnökrarnir eru í Ágúst, Október og Nóvember en þar skerst blaðið akkurat á mánaðardaginn þannig það loftar ekki í kringum þá.

Einnig er hægt að láta hanna eigið dagatal fyrir sig, svokallað persónulegt dagatal þar sem hægt er að hafa 1-4 myndir á mánuði og velja hvernig dagatal þið viljið, svosem venjulegt veggdagatal, skipulagsdagatal, borðdagatal og fleira.