Bæjarkortin okkar

Ég fékk pöntun um að gera bæjarkort af Kjalarnesinu og þá var ekki aftur snúið, datt ofan á bólakaf í þetta og stefni á að gera kort af sem flestum bæjum á íslandi, ætla að byrja á norðulandinu mínu og svo eflaust stefna austur fyrir land. 

Öll kortin verða með svörtum bakgrunn og hvítum götum/húsum. (ef þið viljið aðra liti er hægt að hafa samband við mig og breyta litnum en það kostar smá aukalega.)

Hægt verður að fá kortin með og án húsa, einig hægt að setja pointer, stjörnur eða stjörnu þar sem þið búið eða á það heimilisfang sem þið tengið við í bænum.

Einnig verður hægt að velja á milli að fá prentið á Álplötu eða sem plakat.

Ykkur er velkomið að senda á sifhannar@gmail.com ef þið viljið koma ykkar bæ á kortið næst og þá tek ég hann næstan og held svo áfram á ráfi mínu um landið. þar til ég verð vonandi komin með alla bæina inn :)

Þessi vara er gerð sérstaklega fyrir hvern og einn og því ekki til á lager og því getur pöntunartími verið allt uppí 2 vikur.